þriðjudagur, mars 24, 2009

ARI RAFN 3 ÁRA

Nývaknaður á afmælisdaginn sinn

Opnar pakkann frá mömmu og pabba

Og það var þetta flotta hjól

Tilbúinn að fara út að hjóla...

Og svo var það prufukeyrsla

Skreytir afmæliskökuna

Fullt af krökkum í afmæli

Búinn að blása á kertið

Stóri brósi

Stóra systir

Litla krúttið okkar

Ein flott í lokin

laugardagur, janúar 24, 2009

Árið 2008

Jæja, er ekki best að sýna smá lit og skrifa eitthvað.
Árið 2008 var gott ár....
Ari Rafn var hjá Gitte dagmömmu allt árið og þroskaðist eftir bókinni. Hætti með bleyju 2 ára og 2 mánaða og geri aðrir betur. Talar bæði dönsku og íslensku og er ansi duglegur að skipta á milli alveg eftir því hvern hann talar við. Varð 2 ára í mars og hélt fína afmælisveislu í barnaherberginu fyrir vini sína hérna á kolleginu og ættmenni frá Roskilde. Er mikill útistrákur og lærir auðvitað mikið af eldri systkinum sínum...bæði gott og slæmt.

Birtan okkar er búin að stunda skátastarfið af miklu kappi allt árið, finnst þetta alveg ofboðslega gaman og ekki skemmir fyrir að Lærke vinkona hennar er í sömu grúppu. Slatti af túrum hafa verið farnir á árinu og hefur hún farið í þá alla. Nokkur hafa merkin bæst á skyrtuna og er sú stutta stolt af því. Sundið hefur hún líka stundað einu sinni í viku, stundum oftar og er hún orðin ansi góð að synda skvísan. Er dugleg í skólanum en mætti kannski tala aðeins minna, ha ha. (soldið lík mömmu sinni) Hún byrjaði svo í 1V í haust eftir að bekknum hennar var skipt í tvennt og sameinað öðrum bekk en það virðist ekkert hafa verið slæmt fyrir skvísuna, það eina sem skipti máli var að Rasmus og Stevan, bestustu vinir hennar fóru líka í sama bekk. Ekki spilti fyrir árinu að hún eignaðist litinn bróðir í maí, hann Óðinn Leó, og finnst henni hann auðvitað algjört krútt. Varð 7 ára í desember og bauð bekknum sínum og þremur vinkonum í veislu í barnaherberginu þar sem troðið var í sig pizzu og kökum. Fékk svo afmælisveislu nr 2 á Íslandinu þar sem mættu fjölda fólks.

Kristófer, stóri strákurinn okkar breyttist úr strák í ungling á árinu...byrjaði í 3U og gengur mjög vel í skólanum. Skátastarfið stundaði hann á fullu og hafði mamma hans nóg að gera að sauma merki á skyrtuna. Fór í alla túrana á árinu eins og systir hans. Var líka ansi duglegur í sundinu og búinn að koma heim með margar viðurkenningar. Fór í hyttetur með bekknum sínum í 3 daga og svo í haust fór hann með fritids í koloni í 5 daga. Stefnir ótrauður á að verða rithöfundur og er farinn nú þegar að láta til sín taka. Teiknar og skrifar sögur og hefur honum tekist svo vel að honum var boðið að láta nokkrar liggja á skólabókasafninu til útláns fyrir krakkana. Varð 9 ára í febrúar og fékk hann strákana í bekknum og einn vin til viðbótar í partý í barnaherberginu þar sem var troðið í sig pizzu og glápið á Scary Movie...

Af börnunum okkar á Íslandi er auðvitað allt gott að frétta. Stefán Blær varð 8 ára í júlí mánuði og er hann algjör fótboltagaur. Æfir á fullu með Selfossi og stendur sig auðvitað frábærlega. Ásrún Ýr varð 6 ára í mars og æfir fimleika með Selfossi. Byrjaði í skóla síðastliðið haust og er hæstánægð með það.
Annars erum við búin að ferðast ansi mikið árið 2008.

Í marsmánuði skellti mamman sér til Berlínar með 14 öðrum frábærum kellingum sem eru helst þekktar fyrir það að búa eða hafa búið á Öresundskolleginu. Gistu allar hjá Rut, fyrrverandi saumaklúbbsbúa og var þetta alveg geggjuð ferð í alla staði. Eitt af því helsta sem stóð uppúr þeirri ferð er ferðin á blindraveitingastaðinn þar sem sumum datt í hug að borða eftirréttinn á túttunum, ha ha ha.

Fórum líka í sumarbústað yfir páskana með Kollu, Óla og börnum og var það alveg hrikalega gaman.

Í apríl fórum við í helgarferð með vinafólki okkar til Stettin í Póllandi. Keyrðum með rútu fram og tilbaka og var þessi ferð algjör slökunarferð með áti á góðum mat og drykkju.

Í maí fórum svo feðgarnir Jói og Ari Rafn í helgarferð til Íslands þar sem þeir eyddu tíma með SB og ÁÝ og fleirum. Pabbinn náði reyndar að vera veikur næstum allan tímann en þessi ferð var nú samt þess virði.

Svo vorum við nú auðvitað í 3 vikur á Íslandi í sumar þar sem margt var brallað, sumarbústaður, útilega, hótelgisting, djamm ofl ofl. Jólum og áramótum var svo líka eytt á Íslandinu.

Svo í nóvember var komið að pabbanum að fara til Berlínar með kollegikörlunum og skemmtu þeir sér alveg kostulega.

Við fullorðnafólkið fórum á tvenna góða tónleika á árinu. Duran Duran og REM mættu til Köben og láku nokkur gleðitár á þeim tónleikum. Pabbinn söng sóló í fyrsta sinn á tónleikum og stóð sig afbragðs vel. Er búinn að vera í söngkennslu allt árið og verður auðvitað betri og betri. Nokkrar voru líka strandferðir á árinu, nokkur sommerfest og julefest. Jólatívolí var heimsótt, Bon Bon land og Bakken. Bergdís Líf frænka kom í heimsókn og var hjá okkur í 10 daga og var alveg yndislegt að hafa hana. Eftir sumarfríið byrjaði mamman svo í praktik í Specialbörnehaven De Fire Birke og klárar þá praktik í lok janúar 2009.

Eins og þið sjáið er nú búið að vera nóg að gera hjá okkur á árinu og verður 2009 ennþá meira spennandi.....
Takk fyrir í þetta sinn....
Ævintýrafararnir.

sunnudagur, desember 21, 2008

Fallegasta einkadóttir mín er 7 ára í dag...

föstudagur, desember 19, 2008

Familjen - Det snurrar i min skalle

Shit hvað þetta er gott lag!!!!!

mánudagur, desember 15, 2008

Það styttist nú aldeilis í Íslandsför, aðeins 5 dagar. Erum orðin rosalega spennt að koma á klakann og hitta alla sem okkur þykir vænt um og auðvitað hina líka. Því miður náum við nú ekki að hitta Lilju og fjölskyldu því að þau fara til Florida daginn áður en við komum og koma heim daginn eftir að við förum, glatað....
Litla krúttið er lasinn, með hita og kastaði upp áðan. Alveg sama pest og skvísan var með í síðustu viku. Er því búin að vera heima í dag og á svo aðeins 2 vinnudaga eftir fram að jólafríi, jibbí.

Við fórum á litlujólin í Íslenskuskólanum síðasta laugardag og var það mjög huggó. Borðuðum allskonar góðgæti sem krakkarnir komu með, sátum og spjölluðum og sungum svo nokkur jólalög í lokin.Helga Stína kennarinn þeirra og krakkarnir.

Um kvöldið var okkur svo boðið í mat til vinafólks okkar, Eiríks og Guðfinnu og sátum við þar fram yfir miðnætti.

Sunnudagurinn fór svo í afslöppum fram eftir degi og svo var drifið sig á ÍSLENSKT jólaball á Norðurbryggju og var það hin ágætis skemmtun.

Og enn fjölgar íslenskum kollegibúuum en Unnur og Dagur eignuðust hann Blæ, 8. desember síðastliðinn en drengurinn sá átti nú ekki að koma í heiminn fyrr en seinnipart janúar en eitthvað langaði honum í jólapakka og ákvað að mæta. Þau mæðgin hafa það fínt á spítalanum og vonast auðvitað eftir að komast heim fyrir jól.

Annars er nú nóg að gera í afmælisundirbúning, B er búin að bjóða bekknum sínum heim næsta fimmtudag og 3 öðrum vinkonum þannig að ef allir mæta þá verða 26 börn og 4 fullorðnir í börnerumminu, gaman gaman.

Pabbinn alltaf að vinna og nóg að gera hjá honum svona rétt fyrir jólin. Var fyrr í kvöld að syngja einsöng á tónleikum í skólanum sínum en því miður komst ég ekki fyrir litla lasna gaurnum okkar. Stóru börnin fóru svo áðan á skátajulehygge og verða eitthvað fram eftir kveldi...

Biðjum að heilsa í bili. Ævintýrafararnir.

sunnudagur, desember 07, 2008

Krúttið okkar
Já, það er bara kominn desember og allt að gerast. Búin með blaðagreinina mína sem var stóra verkefnið í praktikinni og vona ég að það sem ég skrifaði sé ok. Nógu erfitt að skrifa á dönsku og hvað þá blaðagrein, öðruvísi byggð upp en ritgerð. Það kemur allaveganna í ljós.

Nú eru bara 8 vinnudagar fram að jólafríi. 5 í þessari viku og 3 í næstu, ætlum að halda bekkjarafmælispartý fyrir B. bekk þann 18 og svo er það bara að pakka niður og hygge sig á föstudeginum 19 og svo komum við til Íslands þann 20. B ætlar svo að halda afmælisveislu á sunnudeginum en þann dag verður hún 7 ára.

Annars er búin að vera hver julehygge á eftir annarri, í skólum og fritids. Julefrokost hjá foreldrunum og eitt stk fullorðins ammæli, bara gaman að því. Já, svo er pabbinn búinn að vera í Berlín og skemmti hann sér alveg konunglega og hafði sem betur fer vit á því að koma sér tímanlega í flugið, annað en sumir ha ha ha.

Í gær fórum við svo í Jólatívolí þar sem við eyddum deginum með vinafólki okkar og Lærke, vinkonu hennar B sem við buðum með okkur.

Svo á morgun er ég að fara að sækja jólagjöfina mína, SPLÚNKUNÝTT HJÓL. Gamli garmurinn minn er orðinn ansi lélegur og fann ég loksins draumagripinn. Svart ömmuhjól, set inn mynd síðar.....

Biðjum að heilsa í bili. Knús á ykkur öll. Ævintýrafararnir.

föstudagur, nóvember 21, 2008

Þá er kallinn farinn til Berlínar ásamt 8 öðrum myndarkörlum og verður hann þar fram á mánudagskvöld...
Nóg að gera hjá okkur hinum. Íslenskuskóli á morgun hjá K og B. Seinni partinn ætlum við svo að fylgjast með jólalestinni sem kemur niður Amagerbrogade og ætlum við endum svo ekki á McDonalds eða einhverjum svoleiðis klassastað.

Fórum í dag með krúttið til dokksa til að taka plásturinn af og kíkja á sárið og er þetta alveg gróið, lítur mjög vel út.
Já svo er krúttið komið með leikskólapláss og byrjar þar 16.janúar. Sami leikskóli og B var í og er í sama húsi og B er á fritids, hentar ágætlega.

Fyrsti snjór vetrarins lét sjá sig í dag en hvarf jafnóðum. Drullukalt og verður ennþá kaldara á morgun....Krakkarnir og pabbinn rosa ánægð með snjóinn en ég er ekki eins hrifin..alltof sleipt að hjóla og bara vesen...

Góða helgi allir saman og farið nú varlega. Ævintýrafararnir.